Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimavöllurinn velur draumaliðið sitt - FC Elísabet
Lið Huldu.
Lið Huldu.
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Heimavöllurinn. Hulda og Mist Rúnarsdóttir.
Heimavöllurinn. Hulda og Mist Rúnarsdóttir.
Mynd: HMG
Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir er önnur af þáttarstýrum hlaðvarpsþáttarins Heimavöllurinn sem fjallar um kvenna knattspyrnu. Hlusta má á upphitunarþátt fyrir tímabilið hér neðst í fréttinni.

Hulda er búin að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik. Það fer því hver að verða síðastur!!! Stilla þarf upp liði fyrir klukkan 17:00!!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Hulda stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð og heitir liðið hennar FC Elísabet.

„Chanté er í markinu í lið Elísabetar Englandsdrottningar. Hún er að fara verða mikilvægasti leikmaður Stjörnunnar í sumar og það mun mikið mæða á henni. Hún er að fara vinna stig fyrir Stjörnuna í sumar," segir Hulda.

„Vörnin voru engin geimvísindi. Mary Alice verður einn besti leikmaður deildarinnar í sumar og hún er að fara hala inn stigum. Áslaug Munda er svo önnur sem mun skína skært í sumar og hún verður gríðarlega mikilvæg fyrir Blika í sumar. Jakobína Hjörvars einn efnilegasti varnarmaður á landinu verður að vera þarna líka."

„Elísabet sætti sig við ekkert minna en stórskotalið á miðjuna og var Agla María fyrst á blað. Við þurftum leikmenn á miðjuna sem eru að fara vera menn leiksins trekk í trekk og geta skorað. Það eru Natasha, Þórdís Elva og Mist. Eftir að Adda ákvað að verða ólétt þá er Mist það sem bindur Valsliðið saman í sumar og mun hún stjórna liðinu eins og herforingi. Þetta er hennar sumar."

„Elín Metta fær bandið hjá Betu. Ef ÍBV ætlar ekki að vera í vandræðum í sumar þá þarf Delaney að skora mörg og hún mun skora nokkur fyrir þær. Bryndís Arna sem er bara 17 ára heldur áfram að spila fyrir Fylkis liðið eins og hún hafi spilað í deildinni í 100 ár og skorar mjög mikilvæg mörk í sumar."

„Ég átti óþægilega lítinn pening fannst mér og hefði viljað kaupa Kristínu Dís sem mun eiga stórkostlegt sumar fyrir Blika. Og það eru ekki hverfandi líkur á að Hildur Antons komi beint inn í liðið þegar hún snýr til baka úr meiðslum í sumar fyrir Þórdísi því ég held að Fylkisliðið verði í smá brasi í sumar."

„En ég vona að Þórdís og félagar stingi sokkapari upp í mig og hún eigni sér sæti í hóp bestu miðjumanna deildarinnar og haldi sæti sínu í liðinu,"
segir Hulda.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Orri Rafn velur draumaliðið sitt
Anna Björk velur draumaliðið sitt
Guðný Árna velur draumaliðið sitt
Berglind Björg velur draumaliðið sitt
Berglind Rós velur draumaliðið sitt
Heimavöllurinn: Lúxus fyrirpartý fyrir Pepsí Max
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner