Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   sun 04. júní 2023 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Asensio að gera fjögurra ára samning við PSG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að félagsskipti Marco Asensio til Paris Saint-Germain séu svo gott sem staðfest.


Asensio fer til PSG á frjálsri sölu eftir níu ár og ógrynni titla með spænska stórveldinu Real Madrid.

Það voru ýmis félög sem sýndu Asensio áhuga í sumar en að lokum valdi hann að skipta til PSG. 

Aston Villa, Arsenal og Manchester United voru nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir fyrir þennan hægri kantmann, en að lokum stóð valið á milli Aston Villa og PSG.

Romano segir að Asensio skrifi undir fjögurra ára samning við Frakklandsmeistarana.

Asensio hefur komið að 15 mörkum í 30 leikjum á deildartímabilinu með Real Madrid. Hann skoraði níu sinnum og gaf sex stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner