Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   fim 04. júlí 2013 21:33
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Þeir voru leiðinlegir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Ég er ekkert sáttur en við fengum ekki á okkur mark og það er mjög mikilvægt," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Glentoran í Evrópudeildinni í kvöld.

Sjö leikmenn Glentoran fengu gula spjaldið í kvöld en leikmenn liðsins töfðu mikið í leiknum.

,,Þeir voru að tefja mikið og dómarinn leyfði þeim að komast upp með það. Þeir voru að henda sér í jörðina og fiska aukaspyrnur sem er ólíkt Bretum. Þeir voru bara leiðinlegir. Það er eitthvað sem lið taka upp á þegar þeir telja sig ekki eiga annars kost völ."

,,Þeir eru nýbyrjaðir að æfa eftir sumarfrí og þeir voru orðnir mjög þreyttir þegar leið á leikinn og þeir lágu með krampa í grasinu. Þetta var bara aðferð hjá þeim til að drepa leikinn og reyna að fá sem mest út úr honum."

Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir viku og Rúnar er bjartsýnn fyrir hann.

,,Þeir koma væntanlega framar og reyna að skora mörk þannig að það verður öðruvísi leikur."

,,Við þurfum að hafa trú á okkur sjálfum, þora að spila okkar fótbolta og fara á þá. Það verður hörkugaman að fara út og eiga þetta verkefni fyrir höndum að klára þá á útivelli."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir