Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Reynir Sandgerði á toppnum með fullt hús stiga
Úr bilkarleik Þórs og Reynis á dögunum.
Úr bilkarleik Þórs og Reynis á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það voru þrír leikir í 3. deild karla í dag og eru úrslitin ráðin í þeim öllum.

Reynir Sandgerði er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Reynismenn fóru á Vopnarfjörð og sóttu þar þrjú stig á mjög erfiðum útivelli. Einherji komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, en staðan að loknum honum var 2-2. Ársæll Kristinn Björnsson skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Reynir fékk tvær vítaspyrnur í leiknum og skoraði Ársæll úr þeim báðum.

Einherji er með eitt stig, alveg eins og Höttur/Huginn sem tapaði á útivelli gegn Augnabliki, 4-3. Markaleikur og Augnablik er að honum loknum með fjögur stig í sjöunda sæti.

Fyrsti sigur Sindra í sumar kom gegn Elliða á heimavelli. Var það jafnframt fyrsta tap nýliða Elliða í sumar. Bæði Sindri og Elliði eru með fjögur stig í deildinni.

Þriðja umferð deildarinnar klárast á morgun með leik Tindastóls og KFG.

Augnablik 4 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Þorleifur Úlfarsson ('3)
2-0 Bjarni Harðarson ('21)
2-1 Ramiro David De Lillo ('46)
3-1 Haukur Darri Pálsson ('77)
3-2 Sæbjörn Guðlaugsson ('83)
4-2 Breki Barkarson ('88, víti)
4-3 Eiríkur Þór Bjarkason ('94)

Einherji 2 - 3 Reynir S.
1-0 Todor Hristov ('5)
1-1 Ársæll Kristinn Björnsson ('11)
2-1 Georgi Ivanov Karaneychev ('14)
2-2 Óðinn Jóhannsson ('23)
2-3 Ársæll Kristinn Björnsson ('47, víti)

Sindri 2 - 0 Elliði
1-0 Cristofer Moises Rolin ('82)
2-0 Sigursteinn Már Hafsteinsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner