Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. júlí 2020 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ísbjörninn skoraði tvö einum færri og unnu leikinn
Úr leik Hvíta riddarans og Ísbjarnarins um árið.
Úr leik Hvíta riddarans og Ísbjarnarins um árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Ísbjörninn 4 - 2 KM
1-0 Ágúst Karel Magnússon ('7)
1-1 Alvin Nanguwa Chainda ('24)
1-2 Admir Jukaj ('42)
2-2 Orats Reta Garcia ('45)
3-2 David Jaen Ibarra ('69)
4-2 Orats Reta Garcia ('90)
Rautt spjald: Marko Brlek, Ísbjörninn ('61)

Ísbjörninn er á toppi C-riðils í 4. deild karla með tíu stig úr fjórum leikjum.

Ísbjörninn hefur mætt vel til leiks í sumar og þeir unnu 4-2 sigur gegn KM á heimavelli í dag.

Þeim tókst að knýja fram sigur þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald á 61. mínútu. Marko Brlek var rekinn af velli í stöðunni 2-2. Þrátt fyrir að vera einum færri tókst Ísbirninum að skora tvö mörk og vinna leikinn 4-2.

Frábær sigur fyrir Ísbjörninn sem er á toppi riðilsins með tíu stig. KM er án stiga eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner