Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 04. júlí 2020 17:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Það eru allir stórhættulegir í þessari deild
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK heimsóttu nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum í dag þegar flautað var til leiks í 4.umferð Pepsi Max deildar karla í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og urðu lokatölur 4-4 þar sem við fengum að sjá ásamt fullt af mörkum, víti og rautt spjald.

„Það er hellingur og ég er nokkuð ánægður með hvernig við náðum að koma tilbaka, jöfnum leikinn snemma í seinni hálfleik 2-2, án þess að það hafi veirð búið að hafi svo komið í ljós að var ekki nóg og við einhvernveginn féllum tilbaka og gáfum frumkvæðið frá okkur í leiknum og förum ekki aftur af stað fyrr en við erum komnir undir aftur í leiknum og þurfum að jafna leikinn 4-4 þannig að miðað við allt þá verð ég að vera bara nokkuð sáttur við stigið eftir að hafa lent tvisvar undir í leiknum." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Þetta var bara fram og tilbaka leikur og færi á báða bóga, fyrir þá sem voru að horfa á þetta í sjónvarpinu hefur þetta verið fínasta skemmtun held ég en þetta er ekki alveg eins og ég vill hafa leikina hjá mínu liði, skorum góð 4 mörk en fengum allt of mikið af færum á okkur og töpum boltanum á slæmum svæðum og allt í einu eru þeir komnir í gegn." 

HK-ingar fengu víti á 37.mínútu og urðu manni fleirri það sem eftir lifði leiks og því kannski súrsætt stig í ljósi þess að vera manni fleirri meiri part leiks og bæði ekki náð að nýta yfirtöluna og lenda aftur 2 mörkum undir eftir að hafa jafnað.
„Bara fínt stig á útivelli , við verðum bara að taka því þannig, það skiptir ekki máli á móti hverjum það er, við gerðum okkur erfitt í leiknum og við bara tökum stigið þó það séu Grótta eða einhverjir aðrir, það eru allir stórhættulegir í þessari deild en við verðum að koma betur inn í næstu leiki það er alveg ljóst." 

Valgeir Valgeirsson og Ari Sigurpálsson voru mennirnir á bakvið endurkomu HK í leiknum en Ari Sigurpálsson hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum.
„Það er aldrei að vita, Bjarni Gunnarsson er meiddur og Jonni í sóttkví svo það er svosem blóðtaka fyrir okkur og þessi litla breidd sem við erum með þá er þetta ekki gott að þeir séu frá en Ari er góður og efnilegur leikmaður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner