Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 04. júlí 2020 17:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: Það eru allir stórhættulegir í þessari deild
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
HK heimsóttu nýliða Gróttu á Vivaldi vellinum í dag þegar flautað var til leiks í 4.umferð Pepsi Max deildar karla í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og urðu lokatölur 4-4 þar sem við fengum að sjá ásamt fullt af mörkum, víti og rautt spjald.

„Það er hellingur og ég er nokkuð ánægður með hvernig við náðum að koma tilbaka, jöfnum leikinn snemma í seinni hálfleik 2-2, án þess að það hafi veirð búið að hafi svo komið í ljós að var ekki nóg og við einhvernveginn féllum tilbaka og gáfum frumkvæðið frá okkur í leiknum og förum ekki aftur af stað fyrr en við erum komnir undir aftur í leiknum og þurfum að jafna leikinn 4-4 þannig að miðað við allt þá verð ég að vera bara nokkuð sáttur við stigið eftir að hafa lent tvisvar undir í leiknum." Sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

„Þetta var bara fram og tilbaka leikur og færi á báða bóga, fyrir þá sem voru að horfa á þetta í sjónvarpinu hefur þetta verið fínasta skemmtun held ég en þetta er ekki alveg eins og ég vill hafa leikina hjá mínu liði, skorum góð 4 mörk en fengum allt of mikið af færum á okkur og töpum boltanum á slæmum svæðum og allt í einu eru þeir komnir í gegn." 

HK-ingar fengu víti á 37.mínútu og urðu manni fleirri það sem eftir lifði leiks og því kannski súrsætt stig í ljósi þess að vera manni fleirri meiri part leiks og bæði ekki náð að nýta yfirtöluna og lenda aftur 2 mörkum undir eftir að hafa jafnað.
„Bara fínt stig á útivelli , við verðum bara að taka því þannig, það skiptir ekki máli á móti hverjum það er, við gerðum okkur erfitt í leiknum og við bara tökum stigið þó það séu Grótta eða einhverjir aðrir, það eru allir stórhættulegir í þessari deild en við verðum að koma betur inn í næstu leiki það er alveg ljóst." 

Valgeir Valgeirsson og Ari Sigurpálsson voru mennirnir á bakvið endurkomu HK í leiknum en Ari Sigurpálsson hefur verið að fá mínútur í síðustu leikjum.
„Það er aldrei að vita, Bjarni Gunnarsson er meiddur og Jonni í sóttkví svo það er svosem blóðtaka fyrir okkur og þessi litla breidd sem við erum með þá er þetta ekki gott að þeir séu frá en Ari er góður og efnilegur leikmaður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner