lau 04. júlí 2020 09:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Sigur ÍA gegn Val og Lengjudeildin á X977 í dag
Fjallað verður um áhugaverðan sigur ÍA gegn Val.
Fjallað verður um áhugaverðan sigur ÍA gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór halda um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Svona verður dagskráin í dag:

12:00 Fjallað um Pepsi Max-deildina, leikur Vals og ÍA gerður upp og helstu félagaskiptin fyrir gluggalok skoðuð.

12:30 Lengjudeildarhringborð. Úlfur Blandon og Rafn Markús Vilbergsson mæta í hljóðver og skoða allt það helsta sem er að gerast í Lengjudeildinni.

13:30 Fjallað um nýju landsliðstreyjuna og landsliðsmerkið.

Upptaka af þættinum verður svo komin á Fótbolta.net, Vísi og á allar hlaðvarpsveitur fljótlega eftir að honum lýkur.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner