Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 04. júlí 2021 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shaw hrósaði Sancho - Semur vel við nýju liðsfélagana
Félagarnir
Félagarnir
Mynd: EPA
England mætir Dannmörku í undan úrslitum EM á miðvikudaginn en liðið vann öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum í gær.

Jadon Sancho nýjasti leikmaður Manchester United var í fyrsta sinn í byrjunarliði Englands í gær en hann var til viðtals hjá talkSPORT eftir leikinn og spurður út í samherja sína hjá enska landsliðinu og United.

„Luke (Shaw) er frábær gæji. Við höfum alltaf verið góðir félagar og Marcus (Rashford) og Harry (Maguire) líka, svo það verður gaman hjá United."

Sancho og Sterling var stillt upp á sitthvorum kanntinum í leiknum en þeir voru duglegir að skipta.

„Við vissum að ég og Raheem (Sterling) þyrftum að hlaupa á vörnina og búa til svæði fyrir Harry Kane. Mér fannst við gera það og þannig skoruðum við í kvöld svo ég er ánægður fyrir liðið og sérstaklega Kane."

„Ég og Sterling skiptum mikið. Við getum spilað á hægri, vinstri eða fyrir miðju. Það er ekki vandamál fyrir okkur. Við skiptum bara þegar okkur dettur í hug."

Luke Shaw, vinstri bakvörður landsliðsins og United átti stórleik og lagði m.a. upp tvö mörk. Hann var gríðarlega ánægður með frammistöðu Sancho í leiknum.

„Ég sagði við hann eftir leikinn 'þetta var frábær frammistaða'. Hann hefur ekki spilað mikið, hann hefur ekki verið svekktur en augljóslega vill spila meira."

„Hann sýndi fólki af hverju við (United) keyptum hann. Þrátt fyrir að ég hafi verið inná vellinum var ég mjög hrifinn af frammistöðunni hans. Ég hlakka til þegar hann verður orðinn leikmaður United."
Athugasemdir
banner
banner
banner