Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. júlí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Nkunku ekki með klásúlu í samningnum
Christopher Nkunku
Christopher Nkunku
Mynd: EPA
Falska-nían, Christopher Nkunku, skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við þýska félagið RB Leipzig á dögunum en Kicker vekur athygli á því að ekkert riftunarákvæði er í samningnum.

Nkunku var langbesti maður þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 20 mörk og lagði önnur 14 mörk.

Hann fann sig í nýju hlutverki hjá Leipzig þar sem hann spilaði sem fölsk nía og var í því að ráðast inn í hálfsvæðin og drottnaði í raun yfir þeim.

Nkunku tók þá föst leikatriði fyrir liðið og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja upp fyrir liðsfélaga sína.

Öll stærstu félög heims hafa áhuga á því að fá Nkunku og var búist við því að hann myndi færa sig um set í sumar en hann ákvað í staðinn að framlengja til 2026.

Því var haldið fram að hann hafi framlengt samninginn til að spila í ár til viðbótar og svæ gæti hann farið næsta sumar á 60 milljónir evra, sem er spottprís fyrir leikmann í þessum gæðaflokki.

Kicker segir þetta ekki rétt og kemur þar fram að slík klásúla sé ekki í samningnum fyrir næsta ár að minnsta kosti og þýðir það því að félög gætu þurft að borga töluvert hærri upphæð til að landa kappanum næsta sumar.

Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa öll verið orðuð við Nkunku en Barcelona fylgist einnig náið með honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner