Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. ágúst 2022 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Valskonur ekki í vandræðum með Þór/KA - Jafnt á Selfossi
Þórdís Hrönn
Þórdís Hrönn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besta deild kvenna er farin aftur af stað eftir EM frí en Valur tók á móti Þór/KA á Hlíðarenda í kvöld.


Landsliðskonurnar Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir voru í byrjunarliði Vals en Elín Metta Jensen kom inná sem varamaður.

Heimakonur byrjuðu leikinn af krafti, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kom Val yfir strax á fjórðu mínútu eftir frábæran undirbúning hjá Láru Kristínu Pedersen.

Bryndís Arna Níelsdóttir tvöfaldaði forystuna á tíundu mínútu. ,,Hún setur boltann bara þægilega yfir Hörpu sem leit ekkert sérstaklega vel út þarna." Skrifaði Guðmundur Aðalsteinn í textalýsingu leiksins.

Leikmenn Þór/KA komust lítið í takt við leikinn og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gulltryggði sigurinn eftir frábæran undirbúning Elínar Mettu. 3-0 lokatölur.

Selfoss og ÍBV áttust við á Selfossi. Mikið jafnræði var með liðunum í leiknum en Selfoss gat með sigri jafnað ÍBV að stigum. Hvorugu liðinu tókst að skora og markalaust jafntefli staðreynd.

Það vakti athygli að Hólmfríður Magnúsdóttir kom inná sem varamaður í liði Selfoss en hún hafði lagt skóna á hilluna í fyrra þar sem hún átti von á barni.

Valur 3 - 0 Þór/KA

1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('4)
2-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('10)
3-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('77)

Selfoss 0-0 ÍBV


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner