Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 04. ágúst 2022 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Mér líður alltaf illa þegar Viktor Örlygur er ekki að spila"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tekur á móti Lech Poznan frá Póllandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Víkingsvelli í kvöld.

Varnarmaðurinn Halldór Smári Sigurðsson er á meiðslalista Víkinga en hann spilar ekki næstu sex til sjö vikurnar. Þá er danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen einnig að glíma við meiðsli og getur ekki tekið þátt í leiknum.

Viktor Örlygur Andrason getur brugðið sér í allra kvikinda líki en hann er á bekknum í kvöld.

„Mér líður alltaf illa þegar Viktor Örlygur er ekki að spila, ég verð að viðurkenna það, ég fæ alltaf hnút í magann, Nikolaj er búinn að vera meiddur og Halli líka, en Viktor það svíður mest," sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali hjá Stöð 2 sport aðspurður hvað hafi verið erfiðast við að velja byrjunarliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner