Í kvöld verða fjórir leikir spilaðir í 11. umferð Bestu deildar kvenna og klárast umferðin svo með leik Breiðabliks og Keflavíkur annað kvöld.
Við fengum Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, leikmann FH sem er á toppi Lengjudeildarinnar, til að spá í leikina sem eru framundan í dag og á morgun.
Við fengum Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, leikmann FH sem er á toppi Lengjudeildarinnar, til að spá í leikina sem eru framundan í dag og á morgun.
Valur 3 - 0 Þór/KA (17:30 í dag)
Það hefur vantað upp á stöðugleika hjá Þór/KA í sumar og þær eru eflaust ekki sáttar með stöðuna á töflunni. Það breytist hins vegar ekki í kvöld gegn sterku liði Valsstelpna sem ætla sér ekki að missa toppsætið úr höndunum. Hörkuleikur fyrstu mínúturnar en Elín Metta verður Þór/KA erfið í kvöld og nær inn fyrstu þrennunni sinni í sumar.
Selfoss 0 - 0 ÍBV (17:30 í dag)
Tíðindalítill leikur sem einkennist af mikilli baráttu beggja liða. Hef það á tilfinningunni að bæði liðin eiga eftir að eiga nokkur færi til skiptis en inn vill boltinn ekki og leikurinn endar með 0-0 jafntefli.
KR 0 - 4 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Þrátt fyrir ágætis stigasöfnun hjá KR stelpunum í síðustu leikjum þá held ég að Stjarnan verði of stór biti fyrir þær. Tvennu dúó-ið á toppnum (Katrín og Jasmín) skipta á milli sín mörkunum í dag og leikurinn endar 4-0 fyrir Stjörnunni. Fyrirliðinn sjálfur (Anna María) á einhverja sturlaða tæklingu undir lok leiks og kemur í veg fyrir að KR stelpurnar nái að klóra í bakkann.
Afturelding 2 - 1 Þróttur R. (20:00 í kvöld)
Mínar konur í eldingunni hafa engan áhuga á að vera á botninum og mæta brjálaðar í leikinn í dag. Ef ég þekki Alla rétt þá er hann líklegast búinn að liggja yfir skipulaginu og hringja nokkur símtöl. Hörkuleikur sem endar 2-1 fyrir Aftureldingu. Anna Pálína tekur málin í sínar hendur og skorar sigurmarkið undir lok leiks.
Breiðablik 3 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Blikarnir eiga harm að hefna eftir tapið gegn Keflavík í fyrri leik liðanna og mæta vel gíraðar í þennan leik. Þær eru búnar að vera á fínni siglingu í síðustu leikjum og halda því áfram í dag. Þægilegur 3-0 sigur hjá Breiðablik þar sem Agla María verður allt í öllu.
Fyrri spámenn:
Óskar Smári Haraldsson (4 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (3 réttir)
Heimavöllurinn (3 réttir)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (2 réttir)
Hlín Eiríksdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir