Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   sun 04. ágúst 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Nistelrooy: Það mikilvægasta sem ég lærði af Sir Alex
Mynd: Getty Images

Ruud van Nistelrooy er orðinn aðstoðarmaður Erik ten Hag en hann spilaði með liðinu frá 2001-2006.


Hollendingurinn spilaði sem framherji undir stjórn Sir Alex Ferguson en sú reynsla hefur hjálpað honum í starfi sem þjálfari.

„Það mikilvægasta sem ég lærði sem leikmaður með því að vinna með Sir Bobby Robson og Sir Alex Ferguson var samband þeirra við einstaklinga," sagði Van Nistelrooy.

„Þetta er ekki leikmaður, þetta er manneskja. þegar þú nærð þeirri tengingu nærðu því besta út úr fólki. Svo getur þú hjálpað þeim að byggja upp ferilinn. Ég gleymi því aldrei."

Van Nistelrooy starfaði hjá PSV frá 2018-2023. Hann var þjálfari u19, varaliðsins og aðalliðsins. Hann hjálpaði mörgum leikmönnum að þróa leik sinn.

„Sem þjálfari reynir maður að hjálpa leikmönnum að ná markmiðum sínum. Það gerir mann mjög stoltan þegar maður sér unga leikmenn bæta sig. Gakpo fóor til Liverpool og Madueke til Chelsea, það eru nokkrir frá mínum tíma sem eru núna í aðalliði PSV. Tilfinningin sem ég fæ þegar ég sé það er í samanburði við að vinna deildina, í alvöru," sagði Van Nistelrooy.


Athugasemdir
banner
banner
banner