Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 04. september 2022 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Jafntefli í fyrsta leik Samúels - Gummi Tóta byrjaði í sigri
Samúel Kári lék sinn fyrsta leik fyrir Atromitos
Samúel Kári lék sinn fyrsta leik fyrir Atromitos
Mynd: Atromitos
Fjórir Íslendingar komu við sögu í grísku úrvalsdeildinni í kvöld en Guðmundur Þórarinsson og hans menn í OFI Crete unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið heimsótti Volos.

Guðmundur hefur verið að spila nokkuð framarlega hjá OFI, bæði sem vinstri kantmaður og framarlega á miðju.

Hann var í byrjunarliði OFI í dag og spilaði fyrstu 68 mínúturnar en var síðan skipt af velli. Liðið vann Volos, 1-0, og er því komið með sín fyrstu stig á tímabilinu.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK sem gerði markalaust jafntefli við Aris og þá gerði Atromitos 1-1 jafntefli við Panetolikos.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Atromitos en fór af velli á 84. mínútu. Samúel Kári Friðjónsson, sem gekk í raðir félagsins frá Viking á dögunum, lék sinn fyrsta leik í kvöld en hann kom inná þegar tíu mínútur voru eftir. Atromitos er með 4 stig úr fyrstu þremur leikjunum.

Hjörtur Hermannsson byrjaði í 2-1 tapi Pisa fyrir Sudtirol í ítölsku B-deildinni. Hjörtur var í hægri bakverði en hann fór af velli á 65. mínútu. Pisa hefur byrjað tímabilið illa og er aðeins með eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner