Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 04. september 2022 21:30
Brynjar Ingi Erluson
„Þurfum að eiga toppleik til að ná í úrslit sem okkur vantar og dreymir um"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, við erum mjög spenntar að byrja undirbúning og klárlega algjör úrslitaleikur. Mikilvægur leikur fyrir okkur þannig við erum bara spenntar," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net í dag en liðið undirbýr sig af krafti fyrir algjöran úrslitaleik við Holland um sæti á HM.

Ísland er í toppsæti riðilsins með 18 stig, einu stigi meira en Holland.

Liðin eigast við í Utrecht á þriðjudag en Íslandi dugir eitt stig til að komast beint á HM. Það yrði þá í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalandsliðið færi á mótið, sem er haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Þegar rætt var við Glódís í dag var ekki búið að vera yfir andstæðinginn en segir að leikmennirnir þekkja þó liðið vel, enda eitt það besta í heiminum.

„Í rauninni ekki mikið. Við erum ekki búnar að tala um þær ennþá en ég veit að þetta er frábært lið. Þær hafa verið að ná árangri í öllum stórmótum fram að EM og eru með mikið af góðum leikmönnum og einstaklingum sem eru mjög góðir þannig við þurfum að eiga toppleik til að ná úrslitum á þriðjudaginn en samt sem áður gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og mér finnst liðið okkar á góðum stað líka."

Stelpurnar vita að það dugir þeim stig úr þessum leik en þær vilja ekki fara með þá hugsun inn í leikinn.

„Ég veit það ekki. Ég ætla ekki að fara með það núna og maður fer aldrei inn í leik til að gera jafntefli. Við förum inn í þennan leik til að vinna hann, spila vel og vera með góða frammistöðu en það fer eftir hvernig spilast og gengur. Við munum alltaf hafa það bakvið eyrað að það dugar okkur eitt stig."

„Nei, það væri algjör draumur að klára þetta á þriðjudaginn en samt sem áður erum við að fara að spila á móti liði sem er á þriðja sæti heimslistans eða eitthvað svoleiðis. Þannig við erum ekki að fara í auðvelt verkefni, langt í frá. Þetta verður hörkuleikur og þurfum að eiga toppleik til að ná í úrslit sem okkur vantar og dreymir um."


Varnarleikurinn verður mikilvægur eins og svo oft áður en nú er allt undir.

„Við verjumst alltaf sem ein heild en örugglega extra mikill fókus á það á þriðjudaginn. Ef við fáum ekki á okkur mark þá förum við áfram, þannig varnarleikurinn verður mjög mikilvægur."

Landsliðið gerði þrjú jafntefli á EM í sumar en komst ekki upp úr riðlinum. Í lokaleiknum náði liðið 1-1 jafntefli við Frakkland, sem er ein sterkasta þjóð heims, en nú tekur við annað stórt próf.

„Þetta er alltaf fótbolti en við vorum að spila þrjá mikilvæga leiki á EM í sumar og náðum ekki alveg þeim úrslitum sem við vildum en samt sem áður taplausar. Þetta er gott próf fyrir okkur og vonum við náum við þeirri frammistöðu og úrslitum sem við viljum fá," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner