Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 04. september 2024 17:59
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Breiðabliks gegn FC Minsk: Nik breytir engu
Nik gerir engar breytingar milli leikja.
Nik gerir engar breytingar milli leikja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 19:00 hefst leikur í forkeppni Meistaradeildar kvenna þegar Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta Rússlandi á Kópavogsvelli. Rétt í þessu vru byrjunarliðin að skila sér í hús.

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, gerir enga breytingu frá 4-0 sigrinum gegn Víking Reykjavík á dögunum. Enda afhverju að breyta sigurliði?

Samkvæmt UEFA stilla Blikar sér upp í 4-3-3 en það er líklegt að þær verði í 4-1-2-1-2 í leiknum. Svona stillir UEFA Blikaliðinu upp:

Telma er áfram í markinu; Kristín Dís, Elín Helena, Ásta Eir (fyrirliðinn) og Barbára Sól spila saman í fjögurra manna vörn; Andrea Bjarna, Heiða Viðars og Karítas Tómasar eru saman á miðjunni; Vigdís Lilja, Katrín Ásbjörns og Samantha Smith eru fremstu þrjár.

Líkt og áður sagði byrjar leikurinn klukkan 19:00 og fer fram á Kópavogsvelli. 


Byrjunarlið Breiðablik:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Byrjunarlið FC Minsk:
33. Alena Griaznova (m)
2. Ulyana Asaula
5. Kristina Kiyanka
6. Liana Miroshnichenko
10. Daniel Cuta Cidalia
13. Dziyana Bakum
14. Mariya Demidova
20. Viktoryia Kazakevich
23. Nadezhda Voskobovich
44. Lada Pashkouskaya
88. Miroslava Zubko
Athugasemdir
banner