Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 04. september 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hæstánægður með að fá Sterling - „Getur varla orðið betra"
Mynd: Getty Images
„Ég er algjörlega hæstánægður með að fá Sterling og hvernig málin þróuðust," sagði Ian Wright, goðsögn hjá Arsenal, í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty's House.

Hann ræðir þá um komu Raheem Sterlingt til félagsins á láni frá Chelsea út tímabilið.

„Þegar þú skoðar viðskiptin frá hlið Raheem: fjölskyldan þarf ekki að flytja, hann vill sanna sig, hann þekkir stjórann, er ekki ósáttur þó það sé verið að dreifa álagi, reynslumikill og sigurvegari."

„Þetta er stórkostlegt fyrir okkur, mjög góð viðskipti fyrir okkur og fyrir hann. Chelsea greiðir meirihluta launanna. Þetta getur varla orðið betra."

„Það eina sem gerir þetta betra er þegar hann skorar sigurmarkið gegn Tottenham í næsta leik. Þú veist þegar þú sér leikmann í treyjunni þinni... þú sérð að hann passar. Hann passar í treyjuna okkar,"
sagði Wright.

Í gær var tilkynnt að Sterling, sem er 29 ára enskur vængmaður, verði í treyju númer 30 hjá Arsenal. Hann verður þrítugur 8. desember.
Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Athugasemdir
banner
banner