Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   mið 04. september 2024 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Talið mjög ólíklegt að Casemiro fari til Tyrklands
Mynd: Getty Images
Galatasaray er sagt vera að íhuga að reyna fá Casemiro frá Manchester United. Glugginn í Tyrklandi er ennþá opinn.

Slúðrað er um möguleikann á eins árs lánssamningi en tvær stórar ástæður eru fyrir því að skipti Brassans til Tyrklands eru talin ólíkleg.

Fyrri ástæðan fyrir því að breiddin á miðsvæði Man Utd er ekki mikil. Scott McTominay var seldur í sumar og Sofyan Ambrabat var ekki áfram. Christian Eriksen er orðaður í burtu og er hann í minna hlutverki en Casemiro hjá United.

Seinni ástæðan er svo sú að Casemiro er með um 300 þúsund pund í vikulaun hjá United og er það upphæð sem ekkert tyrkneskt félag er fært um að greiða.

Antony, vængmaður United, er orðaður við Fenerbahce í Tyrklandi en sömu rök eru fyrir því að þau skipti eru talin ólíkleg.

Sögusagnirnar spruttu upp eftir mjög dapra frammistöðu Casemiro gegn Liverpool um helgina og ekki nægilega góða frammistöðu á síðasta tímabili. Glugginn í Tyrklandi lokar 13. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner