Niclas Vemmelund, varnarmaður Stjörnunnar, var að vonum í skýjunum eftir 2-1 sigurinn gegn FH í Pepsi-deildinni í dag, sem tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Stjarnan
,,Þetta er út í hött. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn titil og þetta er æðislegt," sagði Niclas við Fótbolta.net.
,,Ég finn til með FH, að tapa eftir 90 mínútur og eftir að hafa fengið færi til að skora, en þetta var ótrúlegt. Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta, ég er bara svo ánægður og vil líka óska FH til hamingju, þeir áttu líka frábært tímabil."
,,Ég bjóst klárlega ekki við þessu þegar ég kom. Að spila líka gegn Inter og Lech Poznan, þetta hefur verið brjálað tímabil fyrir mig. Nú verður fagnað og svo fer ég til Danmerkur á þriðjudag. Silfurskeiðin var frábær, þetta eru bestu stuðningsmenn á Íslandi."
Athugasemdir