Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fös 04. október 2019 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni EM kvenna: Svíþjóð upp fyrir Ísland
Kvenaboltinn
Það fóru fram tveir leikir í riðli Íslands í undankeppni EM 2021 á þessum ágæta föstudegi.

Svíþjóð fór upp fyrir Ísland í riðlinum með 3-0 útisigri á Ungverjalandi. Magdalena Ericsson kom Svíum yfir eftir 13 mínútur. Í seinni hálfleiknum bætti Madelen Janogy við tveimur mörkum og gerðu þær Eva Sofia Jakobsson og Loreta Kullashi sitt hvort markið í uppbótartímanum.

Lokatölur 5-0 og er Svíþjóð núna komið upp fyrir Ísland á markatölu. Bæði lið eru með sex stig eftir tvo leiki.

Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi á heimavelli í síðasta mánuði.

Í hinum leik riðilsins sem spilaður var í dag, þá vann Slóvakía útisigur á Lettlandi, 1-2.

Ísland vann 1-0 sigur á Slóvakíu í síðasta mánuði, en næsti leikur okkar stelpna í riðlinum er gegn Lettlandi ytra á þriðjudaginn. Lettland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa, gegn Slóvakíu í kvöld og gegn Svíþjóð, 1-4, í september.

Ísland er í kvöld að spila æfingaleik gegn Frakklandi og er staðan 2-0 þegar þessi frétt er skrifuð.
Athugasemdir
banner
banner