Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 04. október 2020 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern þurfti fernu frá Lewandowski til að sigra
Mynd: Getty Images
Bayern 4 - 3 Hertha Berlin
1-0 Robert Lewandowski ('40 )
2-0 Robert Lewandowski ('51 )
2-1 Jhon Cordoba ('59 )
2-2 Matheus Cunha ('71 )
3-2 Robert Lewandowski ('85 )
3-3 Jessic Ngankam ('88 )
4-3 Robert Lewandowski ('92 , víti)

Robert Lewandowski, besti leikmaður heims um þessar mundir, gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu er FC Bayern rétt marði Hertha Berlin í uppbótartíma.

Bæjarar voru með yfirhöndina og skoraði Lewy fyrsta markið skömmu fyrir leikhlé. Hann tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Jhon Cordoba og Matheus Cunha náðu að jafna fyrir gestina.

Lewy var aftur á ferðinni á 85. mínútu en skömmu síðar jafnaði Jessic Ngankam og virtist vera að bjarga stigi fyrir gestina.

Svo var ekki því Bayern fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og skoraði Lewy af vítapunktinum.

Þetta var mikilvægur sigur eftir tap gegn Hoffenheim í síðustu umferð. Bayern er með sex stig og markatöluna 13-7 eftir þrjár umferðir. Hertha er með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner