PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 04. október 2024 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum aðstoðarstjóri Man Utd: Sancho ferðaðist mikið til London
Sancho hefur byrjað vel hjá Chelsea.
Sancho hefur byrjað vel hjá Chelsea.
Mynd: Chelsea
Benni McCarthy var í þjálfarateymi Erik ten Hag í tvö ár en hann lét af störfum fyrir þetta tímabil. Hann hefur síðustu daga verið að tjá sig um ýmislegt í viðtölum.

Hann sagði meðal annars nýverið að Ten Hag sé góður taktískt en skortir á sama tíma eldmóð og ástríðu.

Núna síðast var hann að tala um Jadon Sancho sem var lánaður frá Manchester United til Chelsea nýverið. Chelsea þarf svo líklega að kaupa hann en stuðningsmenn Lundúnafélagsins fagna því eflaust þar sem hann hefur byrjað frábærlega í nýju umhverfi.

Sancho náði aldrei að standast væntingar hjá United og hann lenti up á kant við Ten Hag.

„Það voru samskiptavandamál. Sancho er mjög hljóðlátur og það vissi eiginlega enginn neitt um hann," sagði McCarthy. „Hann kemur inn og vinnur vinnuna sína. Hann er frábær strákur og stórkostlegur fótboltamaður. Hann getur gert ótrúlega hluti."

„Það var synd að þetta gekk ekki upp hjá honum hjá United. Hann var leikmaður sem átti að blómstra í United treyjunni. En það vantaði upp á samskipti og skilning."

Sancho hefur byrjað vel hjá Chelsea og McCarthy telur að hann geti fundið fjölina aftur þar.

„Þetta er nær heimili hans. Hann var mikið að ferðast til London þegar hann var hjá United og saknaði þess að vera heima hjá sér. Hann er núna nær fjölskyldu, vinum og menningunni sem hann þekkir svo vel. Vonandi getur hann fundið friðinn innra með sér og töfrana sem búa í honum," sagði McCarthy.
Athugasemdir
banner
banner
banner