PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 04. október 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Stuðningsmennirnir verða að senda mér reikninginn
Þetta er ekki sami borði og verður á morgun.
Þetta er ekki sami borði og verður á morgun.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City sagði í gríni að hann myndi endurgreiða stuðningsmönnum eftir að hann heyrði að þeir hefðu látið gera nýjan borða þar sem hann er hvattur til að vera áfram hjá félaginu.

Hópur sem kallar sig 1984 og skipuleggur fána og borða á Etihad leikvangnum safnaði yfir þúsund pundum á einum sólarhring til að láta gera borðann.

Borðinn verður sýndur í leiknum gegn Fulham á mogun og þar stendur 'Pep Guardiola, við viljum að þú verðir áfram' á móðurmáli hans, katalónsku.

„Þeir verða að láta mig fá reikninginn, ég þarf að borga fyrir þennan borða! Hvað get ég sagt, þakka ykkur kærlega. Ég varð ástfanginn á fyrsta degi sem ég kom hingað. Við skulum sjá,“ sagði Guardiola.

Guardiola tók við stjórnartaumunum hjá Manchester City í júlí 2016 og núgildandi samningur hans mun renna út í lok yfirstandandi herferðar. Ekkert er vitað um hvort hann muni framlengja.

Spánverjinn hefur leitt City til átján titla, þar af sex Englandsmeistaratitla og fyrsta Meistaradeildarmeistarsigurs 2022-23.

Í júlí sagði Guardiola að hann vildi leyfa tímabilinu að fara af stað áður en hann myndi taka ákvörðun. Manchester City berst nú við 115 ákærur fyrir meint brot á fjármálareglum úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner