Sara Björk Gunnarsdóttir er komin á blað í Sádí-Arabíu en hún skoraði mark Al Qadsia í tapi gegn Al Nassr í dag.
Hún kom liðinu yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik en Al Nassr jafnaði metin sex mínútum síðar og sigurmarkið kom um miðjan fyrri hálfleikinn.
Sara Björk gekk til liðs við Al Qadsia í sumar eftir að samningur hennar við Juventus rann út.
Al Qadsia deildi myndum af henni á Instagram síðu sinni fagna markinu sínu. „Sara veit hver leiðin að markinu er," skrifaði Al Qadsia við myndirnar.
Athugasemdir