Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. nóvember 2020 14:39
Magnús Már Einarsson
Mourinho reiður: Talið um önnur lið en ekki Harry Kane
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var reiður á fréttamannafundi liðsins í dag þegar hann var spurður út í vítaspyrnuna sem Harry Kane fékk gegn Brighton um helgina.

Mourinho var ekki hrifinn af því þegar hann var spurður út i það hvort að Kane hafi verið klókur að fiska vítaspyrnu eftir baráttu við Adam Lallana.

„Harry Kane var í aðstöðu til taka við boltann þegar Adam Lallana koma á ferðinni á kærulausan hátt. Af hverju ertu að segja að hann hafi verið klókur? Klókindi er þegar maður tekur boltann og skorar mark. Þetta er brot," sagði Mourinho.

„Ég hélt að þetta væri aukaspyrna en VAR sagði að þetta hefði verið inn í vítateig því að þetta var á línunni. Hvað erum við að tala um klókindi?"

„Harry Kane vill bara skora mörk. Lallana var kærulaus. Af hverju ertu að tala um okkur? Talið um Liverpool, Manchester United, City og aðra sem eru með 'klóka' leikmenn og fá vítaspyrnur. Ekki tala um Harry Kane."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner