Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mán 04. nóvember 2024 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór Ingi rifti við Leikni - Á leið í Bestu?
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Arnór Ingi Krstinsson ákvað að nýta riftunarákvæði í samningi sínum hjá Leikni og hefur yfirgefið félagið.


Þessi 23 ára gamli hægri bakvörður er uppalinn hjá Stjörnunni en gekk til liðs við Leikni árið 2020. Hann gekk til liðs við Val árið 2022 en var kominn aftur í Leikni ári síðar.

„Núna er ég einfaldlega að skoða mín mál. Ég er búinn að heyra í nokkrum aðilum og það ætti að koma í ljós núna á næstu dögum," sagði Arnór í samtali við Fótbolta.net.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ÍBV eitt þeirra félaga sem hefur heyrt í Arnóri.


Athugasemdir
banner
banner