Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 04. nóvember 2024 09:36
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörk Íslands U17 gegn Eistum
Icelandair
Mynd: KSÍ
Síðasta umferð riðils Íslands í undankeppni EM U17 landsliða fer fram á morgun, þriðjudag, á AVIS vellinum.

Klukkan eitt mætast Eistland og Norður Makedónía og klukkan fimm mætast svo Ísland og Spánn.

Ísland og Spánn eru þegar komin áfram í seinni umferð undankeppninnar og verður því aðeins barist um efsta sætið þegar liðin mætast.

Báðir leikir morgundagsins verða í beinni útsendingu á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.

Ísland tryggði sér sæti í seinni umferð undankeppninnar með 3-1 sigri gegn Eistlandi á laugardag. Helgi Hafsteinn Jóhannsson, Ásbjörn Líndal Arnarsson og Guðmar Gauti Sævarsson skoruðu mörk Íslands en þau má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner