fös 04. desember 2020 21:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Rauða spjaldið reið baggamuninn í nágrannaslagnum
Piatek skoraði tvö - Guðlaugur Victor enn frá
Piatek og Guendouzi fagna marki Pólverjans.
Piatek og Guendouzi fagna marki Pólverjans.
Mynd: Getty Images
Hertha 3 - 1 Union Berlin
0-1 Taiwo Awoniyi ('20 )
1-1 Peter Pekarik ('51 )
2-1 Krzysztof Piatek ('74 )
3-1 Krzysztof Piatek ('77 )
Rautt spjald: Robert Andrich, Union Berlin ('23)

Hertha vann 3-1 heimasigur á Union í Berlínarslagnum í kvöld. Taiwo Awoinyi kom gestunum yfir á 20. mínútu en þremur mínútum síðar misstu gestirnir mann af velli þegar Robert Andrich fór með fótinn í höfuð leikmanns Union.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Andrich fékk beint rautt í Berlín - Fótur í höfuð

Union hélt forystunni fram á 51. mínútu en þá jafnaði Peter Pekarik leikinn. Varamaðurinn Krzysztof Piatek skoraði svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla og innsiglaði sigur Herthu. Hertha hélt boltanum 70% tímans bæði í fyrri og seinni hálfleik en skapaði sér talsvert betri færi í seinni hálfleiknum.

Lokatölurnur 3-1 og Hertha fer upp um tvö sæti í deildinni, upp í 11. sætið með ellefu stig, tíunda umferðin í Þýskalandi fer fram um helgina. Union er með fimm stigum meira en Hertha í 6. sæti deildarinnar.

Í þýsku B-deildinni tapaði Darmstadt gegn Dusseldorf á útivelli. Guðlaugur Victor Pálsson var fjarri góðu gamni í liði Darmstadt. Hann hefur ekki leikið með liðinu frá því hann sneri til Þýskalands eftir landsleikina í nóvember. Darmstadt er í neðri hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner