Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 15:00
Aksentije Milisic
Danmörk: Sævar Atli á skotskónum en fyrrum leikmaður FH skemmdi partýið
Mynd: Lyngby
HB Koege og Lyngby áttust við í B-deildinni í Danmörku í dag.

Leikurinn var hinn fjörugasti og lyktaði honum með 3-3 jafntefli.

Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, komst yfir en heimamenn í Koege sneru taflinu við. Lyngby jafnaði á 78. mínútu leiksins og það var síðan Sævar Atli Magnússon sem virtist vera tryggja liðinu sigur á 82. mínútu.

Sævar, sem hafði komið inn á sem varamaður á 68. mínútu kom gestunum í 2-3 forystu en dramatík átti eftir að eiga sér stað undir lok leiks.

Það var gamli FH leikmaðurinn Eddie Gomes sem skemmdi partýið en hann jafnaði leikinn á fimmtu mínútu uppbótartímans. Lið Lyngby var einum manni færra undir lokinn en fyrirliði liðsins meiddist og liðið var búið með stoppin til að gera skiptingu. Lokatölur því 3-3 í þessum hörku leik.

Lyngby er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig en HB Koege í því sjöunda með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner