Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 04. desember 2021 18:33
Brynjar Ingi Erluson
„Við erum vonsviknir en svona er fótboltinn"
Bruno Lage
Bruno Lage
Mynd: EPA
Portúgalski stjórinn Bruno Lage var vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Liverpool á Molineux í kvöld.

Leikurinn var stál í stál og þó Wolves hafi ekki skapað sér neitt sérstaklega hættuleg færi í leiknum þá var eðlilegt að leikmenn liðsins hafi verið vonsviknir að taka ekki stig enda kom sigurmarkið þegar ein mínúta var eftir af uppbótartímanum.

„Leikmennirnir gerðu allt sem ég bað þá um að gera. Planið var að reyna að skapa vandamál fyrir Liverpool, sem er eitt besta liðið í deildinni og eitt það besta í heiminum. Liveropol er með frábæra leikmenn og frábæran þjálfara," sagði Lage.

„Við náðum að skapa vandamál fyrir það og þrír fremstu gerðu mjög vel. Við töpuðum einum bolta og eftir fimm sekúndur þá skoruðu þeir."

„Þetta hefur gerst tvisvar fyrir okkur, í 1-1 jafnteflinu gegn Leeds og svo í dag. Við erum vonsviknir en svona er fótboltinn. Nú þurfum við að halda áfram og jafna okkur, svo er það Manchester City. Við vorum inn í þessum leik en það komu upp nokkrar aðstæður sem við náðum ekki að nýta okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner