
Leikur Frakklands og Póllands er í fullum gangi en það vekur athygli að Jules Kounde varnarmaður Frakklands leikur með gullkeðju um hálsinn.
Þetta er bannað samkvæmt reglum en dómari leiksins hefur ekki tekið eftir þessu hingað til.
Um er að ræða varúðarráðstafanir þar sem menn geta flækt sig í þessu eða rifið í keðjuna.
Kounde hefur leikið í hægri bakverði í franska liðinu á mótinu en hann er vanur að spila í miðverði.
Uppfært: Eftir um 40 mínútna leik tók aðstoðardómarinn eftir gullkeðjunni og lét Kounde fjarlægja hana.
Athugasemdir