
Cody Gakpo, framherji hollenska landsliðsins, er einn heitasti leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar og eru öll stærstu félögin í Evrópu á eftir honum, en Virgil van Dijk, liðsfélagi hans, segist þó ekki viss um að Manchester United sé rétta skrefið.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur mikinn áhuga á að landa Gakpo í janúar en PSV mun eiga í miklum erfiðleikum með að halda honum fram að sumri.
Man Utd er sagt í bílstjórasætinu en spænska félagið Real Madrid er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum.
Van Dijk var spurður út í áhuga á Gakpo og efaðist Van Dijk um að Man Utd væri rétti staðurinn fyrir sóknarmanninn.
„Eru Manchester United og Real Madrid í sama gæðaflokki í dag? Þetta er ekki virðingarleysi, það er alls ekki málið“
„Ég held að hann sé klár í að taka næsta skref. Ég held að það gæti gerst, hvort sem það verður í vetur eða næsta sumar, tíminn mun leiða það í ljós. Hann er frábær strákur sem leggur hart að sér, er mjög hæfileikaríkur og á meira inni. Við erum svo ánægðir með að hann sé að gera vel fyrir liðið og vonandi heldur það áfram,“ sagði Van Dijk.
Athugasemdir