Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 04. desember 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi um Felix: Þið verðið að spyrja stjórnina að því
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Joao Felix hefur verið að spila vel með Barcelona á láni frá Atletico Madrid á þessari leiktíð.

Felix var ekki inn í myndinni hjá Atletico og fékk því að fara til Barcelona þar sem hann hefur verið að leika vel. Það er ekki kaupákvæði í samningnum.

Það er samt sem áður möguleiki að Barcelona reyni að kaupa hann en Xavi, þjálfari Börsunga, segist mjög ánægður með portúgalska framherjann.

„Verður Felix áfram eftir næsta sumar? Þið verðið að spyrja stjórnina," sagði Xavi í gær.

„Ég er gríðarlega ánægður með hann. Felix er flottur náungi og góður í búningsklefanum líka. Mér finnst gott að vera með hann í hópnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner