Andri Lucas Guðjohnsen og Atli Barkarson eru báðir úr leik í belgíska bikarnum eftir tap Gen og Zulte-Waregem í 16-liða úrslitum í kvöld.
Atli spilaði fyrri hálfleikinn fyrir Waregem er liðið tapaði fyrir Leuven, 5-0, á útivelli.
Leuven fór með þriggja marka forystu inn í hálfleikinn áður en Atli var tekinn af velli ásamt tveimur öðrum en í þeim síðari bætti Leuven við tveimur mörkum til viðbótar og þar við sat.
Andri Lucas var á meðan ónotaður varamaður í 3-2 tapi Gent gegn Royal Union SG.
Íslendingalið Kortrijk er því eina liðið sem er eftir í bikarnum en það er að gera markalaust jafntefli við Antwerp þegar þetta er skrifað. Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk og þá er Patrik Sigurður Gunnarsson á mála hjá félaginu, en hann er ekki í hóp í kvöld.
Athugasemdir