Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Klopp ráða Ten Hag til starfa?
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Manchester United, er á lista hjá Red Bull Leipzig ef þýska úrvalsdeildarfélagið ákveður að reka Marco Rose.

Rose er undir mikilli pressu þessa stundina en Leipzig hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Þar á meðal var niðurlægjandi tap á heimavelli gegn Wolfsburg um síðustu helgi, 5-1.

Leipzig er áfram í fjórða sæti Bundesligunnar en slakt gengi liðsins að undanförnu hefur séð til þess að þeir eru núna níu stigum á eftir toppliði Bayern.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur Leipzig sett saman lista af mögulegum kandídötum ef Rose verður rekinn. Þar á meðal er Ten Hag sem var rekinn frá Man Utd á dögunum.

Ef Leipzig ákveður að reka Rose, þá gæti Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, komið að því að ráða nýjan stjóra. Klopp tekur við sem yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull samsteypunni þann 1. janúar næstkomandi.

Það er spurning hvort Klopp endi á því að ráða fyrrum keppinaut sinn, Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner