Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. febrúar 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Aðeins ein kona aðalþjálfari á Íslandi 2020
Helena Ólafsdóttir er eini aðalþjálfarinn sem er kona í þeim 107 liðum sem hafa skráð sig til leiks í Lengjubikarnum þetta árið.
Helena Ólafsdóttir er eini aðalþjálfarinn sem er kona í þeim 107 liðum sem hafa skráð sig til leiks í Lengjubikarnum þetta árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðeins ein kona er þjálfari hjá íslensku liði þetta árið en 107 lið hafa skráð sig til leiks í Lengjubikarnum sem hefst á föstudaginn.

Í Lengjubikar karla eru 78 lið og í Lengjubikar kvenna eru þau 29. Helena Ólafsdóttir þjálfari Fjölnis er eina konan í þessum 107 liðum sem er aðalþjálfari þó sumstaðar séu konur í aðstoðarþjálfarstörfum.

„Mér finnst skelfilegt að heyra þetta," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir í podcastþættinum Miðjan á Fótbolta.net sem birtur verður í hádeginu.

Ragna Lóa var aðstoðarþjálfari Böjönu Besic með KR í fyrrasumar en tók svo við liðinu tímabundið á miðju sumri þegar Bojana hætti. Undir stjórn Rögnu Lóu vann liðið báða leikina sem hún stýrði.

Hún hafði hinsvegar ekki áhuga á að verða aðalþjálfari liðsins og Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við liðinu og stýrir því enn.

„Ég verð að láta reka Kalla," grínaðist Ragna Lóa þegar henni var bent á þessa staðreynd en hún er aðstoðarþjálfari Jóhannesar Karls hjá KR í dag.

„Þegar þú segir það, þá er þetta rétt. Erum við ekki bara í barneignum og að elda. Mér finnst þetta bara skelfilegt. Ég vona að þetta fari að breytast."

Aðspurð hvort hún teldi ástæðuna liggja hjá félögunum að sækjast ekki eftir starfskröftum kvenna eða hvort konur sýndu störfunum ekki áhuga sagði Ragna Lóa:

„Ég held að þetta sé meiri ákvörðun kvennana sjálfra. Við ákveðum að setja tímann í annað."
Athugasemdir
banner
banner
banner