Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mið 05. febrúar 2020 15:30
Miðjan
Sofandi í öndunarvél þegar hún gerði liðið að meisturum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir spilaði 35 landsleiki á ferli sínum en landsliðsferli hennar lauk eftir ljótt fótbrot í leik gegn Úkraínu á Laugardalsvelli árið 1997.

„Ég fótbrotnaði mjög illa. Það sem gerist er að læknirinn sem var á vakt treysti sér ekki til að gera við fótinn því þetta var mjög slæmt fótbrot. Ég fór í aðgerð daginn eftir og þá var ég kominn í bráða hættu. Það endaði á því að ég var sett í öndunarvél til að bjarga mér og þar er ég í einhvern tíma," sagði Ragna Lóa í hlaðvarpsþættinum miðjunni á Fótbolta.net í dag.

Ragna Lóa var á þessum tíma spilandi þjálfari hjá KR en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á meðan hún var í öndunarvél uppi á sjúkrahúsi.

„Ég man svo greinilega eftir því þegar ég var vakinn. Þá blasti við mér Íslandsmeistarabikarinn. Þar ofan í var bréf frá liðinu sem á stóð 'Vakna þú mín þyrnirós.' Ég gerði það bara," sagði Ragna og hló.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rögnu í Miðjunni en þar talar hún nánar um fótbrotið.
Miðjan - Ragna Lóa: Vakna þú mín þyrnirós
Athugasemdir
banner
banner
banner