Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Telmu í hástert - „Farinn að halda að hún kunni ekkert sérstaklega vel við mig"
Telma Ívarsdóttir.
Telma Ívarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært skref fyrir hana og rétti tíminn," segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, um landsliðsmarkvörðinn Telmu Ívarsdóttur sem skipti á dögunum til skoska félagsins Rangers.

Telma hafði varið mark Breiðabliks í fjölda ára en á nýliðnu tímabili var hún stórkostleg er Blikar urðu Íslandsmeistarar. Hún átti líklega sitt besta tímabil á ferlinum.

„Hún hefur afrekað allt á Íslandi og hefur verið að bíða eftir rétta tækifærinu til að upplifa eitthvað öðruvísi - atvinnumennsku. Hún á þetta svo sannarlega skilið eftir að hafa verið einn besti markvörður landsins síðustu árin, ef ekki bara sá besti."

„Ég er spenntur að sjá hana þróast enn meira en ég er þó farinn að halda að hún kunni ekkert sérstaklega vel við mig. Ég þjálfaði hana fyrir austan og hún fór, og svo kem ég í Breiðablik og hún fer. Ég verð að spyrja hana," segir Nik léttur og bætir við:

„Ég hlakka til að kveikja á Sky Sports og sjá hana spila. Það verður líka gaman að sjá hana í Old Firm slagnum á Ibrox. Það verður sérstakt."

Blikar í markvarðarleit
Breiðablik er núna í markvarðarleit fyrir komandi keppnistímabil.

„Ég er núna með það verkefni að sækja markvörð til að koma inn í staðinn fyrir hana. Ég hef verið að leita í dágóðan tíma og hef misst af nokkrum kostum af mismunandi ástæðum. Það er mikilvægt fyrir okkur að finna rétta prófílinn sem hentar því sem við erum að leitast eftir í markverði," sagði Nik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner