Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson er á förum frá pólska félaginu Jagiellonia Białystok. Eins og Fótbolti.net greindi frá á dögunum hafa viðræður um starfslokasamning átt sér stað að undanförnu.
„Þakklátur fyrir þrjú ár í Jaiellonia og fyrir allt góða fólkið sem ég hef kynnst á tíma mínum hér. Ég óska öllum í kringum félagið og borgarinnar Bialystok alls hins besta," sagði Böðvar á Instagram í dag.
„Þakklátur fyrir þrjú ár í Jaiellonia og fyrir allt góða fólkið sem ég hef kynnst á tíma mínum hér. Ég óska öllum í kringum félagið og borgarinnar Bialystok alls hins besta," sagði Böðvar á Instagram í dag.
Böðvar fór frá FH til Jagiellonia Białystok árið 2018 en hann er nú á förum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Böðvari erlendis og líklegt að hann spili áfram fyrir utan Ísland.
Á þessu tímabili hefur Böðvar spilað þrettán leiki en hann ekki komið við sögu eftir jólafrí.
Hinn 25 ára gamli Böðvar hefur samtals spilað 43 leiki í pólsku úrvalsdeildinni á ferli sínum.
Athugasemdir