Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 15:14
Magnús Már Einarsson
Færa umferðir í Englandi til að fá áhorfendur
Mynd: Getty Images
The Athletic segir að enska úrvalsdeildin stefni á að gera breytingar á leikdögum á lokaumferðunum í deildinni í maí.

Þetta verður gert til að öll félög fái einn heimaleik þar sem tíu þúsund áhorfendur mæta á völlinn.

Stefnt er á að leyfa 10 þúsund áhorfendur á leikjum í Englandi frá og með 17. maí næstkomandi.

Því hefur verið ákveðið að færa 36. umferðina, sem á að vera spiluð í miðri viku 11 og 12. maí, yfir á helgina 15 og 16. maí en þá á 37. umferðin að fara fram samkvæmt núverandi plani.

36. umferðin verður þá 15 og 16. maí, 37. umferðin í miðri viku 18 og 19. maí og lokaumferðin sjálf verður spiluð sunnudaginn 23. maí eins og stefnan heur alltaf verið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner