Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 23:08
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: mbl.is 
Kristiansund greiðir metfé fyrir Brynjólf
Brynjólfur Andersen Willumsson er á leið til Noregs
Brynjólfur Andersen Willumsson er á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarliðið Kristiansund greiðir metfé fyrir Brynjólf Andersen Willumsson en hann er á leiðinni til félagsins frá Breiðabliki. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld.

Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Brynjólfur væri á leið til Kristiansund og þá greindi norski miðillinn Nettavisen einnig frá.

Samkvæmt mbl.is þá greiðir Kristiansund 150 þúsund evrur fyrir leikmanninn sem samsvarar 23 milljónum íslenskra króna en hann yrði dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.

Brynjólfur, sem er 20 ára gamall, heldur út til Noregs á næstunni og gengur frá samningum við félagið en hann hefur spilað 51 leik og skorað 10 mörk fyrir Blikar í deild- og bikar.

Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn í íslenska boltanum en hann hefur lengi vel stefnt að því að spila erlendis. Brynjólfur var í viðtali við Fóbolta.net á þriðjudag þar sem hann talaði um næsta skrefið á ferlinum.

Úr viðtalinu

Ef það kemur tilboð frá toppliði á Norðurlöndunum fyrir mót, er það eitthvað sem þú myndir skoða?

„Já, ég mun alltaf skoða allt sem kemur."

Ertu með það sem markmið að fara út á þessu ári eða því næsta eða ertu alveg slakur yfir því?

„Ég vil fara út og stefni á að fara út en það kemur bara ljós. Ef það kemur rétta tilboðið og ég tel það vera rétta skrefið þá skoða ég það vel, svo er það bara 'god’s plan' hvað gerist," Brynjólfur í viðtalinu sem var birt á þriðjudag.

Sjá einnig:
Brynjólfur: Svo er það bara 'god’s plan' hvað gerist
Athugasemdir
banner
banner
banner