Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 05. mars 2023 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold slökkti um leið og bikarinn fór á loft
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, segir að það kveiki eld undir sér að sjá Manchester United standa sig vel.

Man Utd hefur verið eitt heitasta lið Evrópu upp á síðkastið en erkifjendur - United og Liverpool - eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrir leikinn er Man Utd tíu stigum á undan Liverpool.

Fyrir viku síðan vann Man Utd sigur á Newcastle í enska deildabikarnum. Alexander-Arnold, sem hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu, horfði á leikinn gegn Newcastle en slökkti um leið og leiknum var lokið.

„Ég horfði á leikinn en um leið og þeir voru að gera sig tilbúna í að lyfta bikarnum þá slökkti ég," sagði Alexander-Arnold við Telegraph.

„Það er sárt að sjá þá lyfta bikarnum. Það er klárlega sárt fyrir okkur."

Liverpool vann deildabikarinn á síðustu leiktíð, en núna skiptir öllu máli fyrir félagið að enda í topp fjórum - að ná Meistaradeildarsæti. „Ég get ekki ímyndað mér að vera ekki í Meistaradeildinni," sagði bakvörðurinn sem verður í eldlínunni klukkan 16:30 í dag.
Athugasemdir
banner