Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Bruno Fernandes og liðsfélagar hans í Manchester United hafi orðið sér til háborinnar skammar á Anfield í dag.
Man Utd tapaði með sjö mörkum gegn engu á Anfield. Stærsta tap liðsins síðan 1931.
Portúgalski fyrirliðinn Bruno Fernandes varð sér til skammar í leiknum en hann gekk svo langt að biðja Erik ten Hag um skiptingu í síðari hálfleiknum og átti í erfiðleikum með að stjórna skapi sínu.
„Ég verð bara að segja þvílík slátrun sem þetta var. Þessi hegðun hjá Fernandes í síðari hálfleiknum var til háborinnar skammar. Hann er með hendur á lofti og að spyrja „Af hverju má ég ekki fara af velli“,“ sagði Neville.
„Ten Hag hefur náð að eiga við svona bakslag áður en þetta er ansi stórt. Liðið brotnaði niður í marga bita, misstu hausinn, skipulaginu og aganum.“
„Ég hef aldrei talið liðið í baráttu um titilinn. Þeir hafa byggt upp alvöru traust en þetta var úr karakter. Vonandi er þetta bara einsdæmi.“
„Þessi leikur svíður. Sem leikmaður Manchester United tapar þú ekki 7-0. Fyrstu 40 mínúturnar var bara hluti af klassískri frammistöðu á útivelli en í seinni hálfleik var liðið til háborinnar skammar, slátrað og svo var fyrirliðinn, Bruno Fernandes, sér til skammar á köflum. Andinn er vanalega ekki svona hjá liðinu og Ten Hag þarf að eiga við þetta sem fyrst,“ sagði Neville.
Athugasemdir