Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. mars 2023 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ince gagnrýndi að Carrick væri í teyminu en var svo skólaður af honum
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Paul Ince.
Paul Ince.
Mynd: Getty Images
Michael Carrick hefur heldur betur verið að gera flotta hluti hjá Middlesbrough eftir að hann tók við sem þjálfari liðsins fyrr á þessari leiktíð.

Carrick, sem er fyrrum miðjumaður Manchester United og enska landsliðsins, tók við sem þjálfari Middlesbrough seint í október en þegar hann tók við þá var liðið í 21. sæti.

Síðan þá hefur Middlesbrough klifið upp töfluna í næst efstu deild Englands á miklum hraða; núna er liðið í þriðja sæti og verður líklega í umspili um að komast upp í ensku úrvalsdeildina í lok tímabilsins.

Eina þjálfarareynsla Carrick áður en hann tók var úr þjálfarateymi Man Utd sem hann fór beint í eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann var í teyminu hjá bæði Jose Mourinho og svo síðar Ole Gunnar Solskjær.

Paul Ince, fyrrum miðjumaður Man Utd, gagnrýndi Solskjær og hans þjálfarateymi árið 2021 þegar hann sagði: „Hann er með Michael Carrick í teyminu, mann sem er með enga reynslu."

Núna á orðatiltækið 'sá hlær best sem síðar hlær' nokkuð vel við því Carrick stýrði sínum mönnum til risa sigurs gegn Reading í gær. Stjóri Reading er einmitt Ince, maðurinn sem sagði að Carrick ætti ekki að vera í þjálfarateymi Man Utd því hann var ekki með neina reynslu. Carrick er að sýna að þetta snýst ekki alltaf um reynsluna, en hann hefur sýnt það hjá Boro að það er mikið spunnið í hann sem þjálfara.

Hjammi vill fá Carrick til Tottenham
Carrick er einnig fyrrum miðjumaður Tottenham en Hjálmar Örn Jóhannsson, stuðningsmaður liðsins, kallar eftir á samfélagsmiðlum í dag að Carrick muni taka við sem stjóri liðsins á næstunni.

Antonio Conte er í dag stjóri Spurs en liðið er sem stendur í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner