Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 05. mars 2023 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Vandræðagangur í vörn Man Utd - Nunez og Gakpo koma Liverpool í 3-0
Darwin Nunez skoraði annað mark Liverpool
Darwin Nunez skoraði annað mark Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool er 3-0 yfir gegn Manchester United á Anfield. Darwin Nunez og Cody Gakpo eru að ganga frá þessum leik.

Mikill vandræðagangur var í vörn United og tókst liðinu ekki að hreinsa boltann frá í öðru markinu.

Boltinn barst á endanum til Harvey Elliott í teignum sem kom með fasta fyrirgjöf á hausinn á Nunez sem stangaði boltann í netið.

Stuttu síðar bætti Gakpo við öðru marki sínu eftir góðan sprett frá Mohamed Salah. Hann laumaði boltanum inn á Gakpo sem setti hann vinstra megin við David De Gea.

Staðan 3-0 og United í alls konar vandræðum.

Sjáðu markið hjá Nunez
Sjáðu annað mark Gakpo
Athugasemdir
banner
banner