Liverpool er 3-0 yfir gegn Manchester United á Anfield. Darwin Nunez og Cody Gakpo eru að ganga frá þessum leik.
Mikill vandræðagangur var í vörn United og tókst liðinu ekki að hreinsa boltann frá í öðru markinu.
Boltinn barst á endanum til Harvey Elliott í teignum sem kom með fasta fyrirgjöf á hausinn á Nunez sem stangaði boltann í netið.
Stuttu síðar bætti Gakpo við öðru marki sínu eftir góðan sprett frá Mohamed Salah. Hann laumaði boltanum inn á Gakpo sem setti hann vinstra megin við David De Gea.
Staðan 3-0 og United í alls konar vandræðum.
Sjáðu markið hjá Nunez
Sjáðu annað mark Gakpo
Athugasemdir