Brasilíumaðurinn Antony vill vera áfram hjá Real Betis eftir sumarið. Hann hefur fundið sig vel hjá spænska liðinu eftir að hann kom til Betis á láni frá Manchester United í janúar.
Antony floppaði rækilega hjá United eftir að hann var keyptur á 85 milljónir punda frá Ajax sumarið 2022. Hann hefur bara skorað 12 mörk og átt 5 stoðsendingar í búningi United.
Antony floppaði rækilega hjá United eftir að hann var keyptur á 85 milljónir punda frá Ajax sumarið 2022. Hann hefur bara skorað 12 mörk og átt 5 stoðsendingar í búningi United.
Hjá Betis hefur þessi 25 ára leikmaður fundið sig mun betur og er með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í aðeins sjö leikjum.
Hann hefur hjálpað Betis að komast nær Evrópusætum. Liðið vann glæstan 2-1 sigur gegn Real Madrid um helgina og er í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Ramon Alarcon, framkvæmdastjóri Real Betis, segir að Antony vilji vera lengur hjá félaginu en til sumarsins.
„Um daginn sagði Antony mér að hann vildi vera áfram hjá okkur á næsta tímabili. Leikmanninum líður vel hér og við höfum hjálpað honum að aðlagast í borginni," segir Alarcon.
Frammistaða Antony á Spáni hefur verið það góð að margir spá því að hann verði valinn í brasilíska landsliðið en hann hefur ekki spilað landsleik í tvö ár.
Athugasemdir