Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antony byrjaður að heilla önnur félög
Antony.
Antony.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Antony hefur leikið afar vel eftir að hann var lánaður frá Manchester United til Real Betis í síðasta mánuði.

Antony er hjá Betis á láni frá Manchester United, sem keypti hann frá Ajax fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þrátt fyrir mörg tækifæri tókst Antony ekki að skína í enska boltanum en hann er að gera flotta hluti á Spáni.

Antony er búinn að skora þrjú mörk og gefa tvær stoðsendingar í sex leikjum með Betis.

Núna segir Tuttomercatoweb á Ítalíu frá því að Juventus hafi heillast af frammistöðu Antony og sé með augastað á honum fyrir komandi sumar.

Real Betis er ekki með kaupmöguleika á Antony og því er staða hans opin fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner