Arnór Sigurðsson gekk í síðasta mánuði í raðir Malmö á frjálsri sölu frá Blackburn þar sem hann fékk samningi sínum rift hjá enska félaginu.
Arnór hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuðina en það styttist í að hann snúi aftur á völlinn.
Henrik Rydström, þjálfari Malmö, sagði við Fotbollskanalen að hann búist við Arnóri á æfingu með liðinu „nokkuð fljótlega".
Arnór hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuðina en það styttist í að hann snúi aftur á völlinn.
Henrik Rydström, þjálfari Malmö, sagði við Fotbollskanalen að hann búist við Arnóri á æfingu með liðinu „nokkuð fljótlega".
Næsti leikur Malmö er í sænska bikarnum gegn Elfsborg á mánudag, liðin mætast þá í 8-liða úrslitum keppninnar.
Daníel Tristan Guðjohnsen (Malmö) og Júlíus Magnússon (Elfsborg) gætu komið við sögu í þeim leik.
Athugasemdir