Kimmich hefur spilað yfir 400 leiki fyrir Bayern. Ensk úrvalsdeildarfélög eru meðal annars orðuð sterklega við hann í sumar.
Max Eberl er yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern og hefur hann tjáð sig um framtíð Thomas Müller og Joshua Kimmich sem renna út á samningi í sumar.
Müller er 35 ára gamall og hefur spilað fyrir Bayern alla tíð. Hann er goðsögn hjá félaginu en er ekki lengur mikilvægur partur af leikmannahópinum sökum hækkandi aldurs.
Kimmich er 30 ára gamall og einn af bestu leikmönnum Bayern en samningsviðræður við félagið hafa verið erfiðar. Kimmich samþykkti ekki stórt samningstilboð frá Bayern í vetur sem félagið dró síðan til baka, þrátt fyrir að Kimmich hafi ekki hafnað tilboðinu.
„Thomas er goðsögn hjá FC Bayern og viðræður við hann eru í gangi. Þær snúast mikið um hans hugsanir og hvernig hann sér sitt hlutverk fyrir sér í framtíðinni," sagði Eberl og sneri sér svo að Kimmich.
„Viðræðurnar við Joshua eru jákvæðar en okkur líður eins og hann þurfi að taka ákvörðun sem fyrst."
05.03.2025 15:24
PSG búið að bjóða Kimmich samning
Athugasemdir