„Þvílík afgreiðsla hjá stráknum. Það er það sem hann er, bara strákrassgat," sagði Gummi Ben um Ethan Nwaneri þegar hann lýsti leik PSV og Arsenal í Meistaradeildinni í gær.
Nwaneri er aðeins sautján ára og skoraði eitt af mörkum Arsenal í 7-1 útisigri. Arsenal varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnr til að skora sjö mörk á útivelli í útsláttarkeppninni.
Nwaneri er aðeins sautján ára og skoraði eitt af mörkum Arsenal í 7-1 útisigri. Arsenal varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnr til að skora sjö mörk á útivelli í útsláttarkeppninni.
Nwaneri er kominn með 8 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum og er klárlega eitt mest spennandi ungstirni Evrópu. En hvað verður um Nwaneri þegar Bukayo Saka kemur úr meiðslum?
„Stærsta hrósið sem liðsfélagar Nwaneri gefa honum er að þeir reyna sífellt að koma boltanum á hann. Svo mikil er trú þeirra á því að ungstirnið skapi eitthvað fyrir liðið," segir Alex Howell, íþróttafréttamaður BBC.
„Það er spurning hvar Nwaneri mun spila þegar Arsenal kemst út úr meiðslakrísunni og þeir Kai Havertz, Saka og Gabriel Martinelli eru allir klárir í slaginn. Nwaneri getur spilað margar stöður, bæði í sókninni og á miðjunni."
„Arteta hefur einnig talað um að Nwaneri gæti spilað sem fremsti maður, það er mögulega hans framtíðarstaða. Hann er gríðarlega góður í að klára færi."
„Saka fer hægra megin í sóknarlínuna, stöðuna sem Nwaneri er núna að spila, þegar hann er klár. En það þýðir ekki að Nwaneri muni detta úr myndinni. Fyrirliðinn Martin Ödegaard er hægra megin á miðsvæðinu en Arsenal hefur verið í vandræðum með 'áttustöðuna' vinstra megin og notað Declan Rice og Mikel Merino þar."
Athugasemdir